- Advertisement -

Jón Gunnarsson: Ögmundur fái fálkaorðu

Stjórnmál „Nú rennur upp sá tími er forseti Íslands veitir verðugum riddarakross Íslensku fálkaorðunnar. Ég tel að á þessum tímamótum eigi Ögmundur Jónasson,Ásmundur Einar Daðason, Lilja Mósesdóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skilið að vera sæmd fálkaorðunni vegna framgöngu þeirra í Icesave málinu á sínum tíma,“ skrifar þingmaðurinn Jón Gunnarsson á Facebook.

„Ef þessir þingmenn hefðu ekki gengið til liðs við sjálfstæðis- og framsóknarmenn í andstöðu við Svavars samninginn á sínum tíma er líklegt að hann hefði verið samþykktur í þinginu og undirritaður á Bessastöðum áður en öflug samfélagsöfl náðu vopnum sínum. Samkvæmt áætlun þáverandi fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar sætum við þá uppi með það að þurfa að greiða tæpa 40 milljarða á næsta ári, 60-70 milljarða næstu 6 árin þar á eftir og að lokum tæpa 30 milljarða. Setjum það í samhengi við tækifæri okkar til að gera betur í stuðningi okkar við t.d. eldri borgara, öryrkja og uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu. Við eigum þessu fóki mikið að þakka.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: