Sköpuðust heitar umræður um vinnubrögð Jóns.
„Mikið fjaðrafok varð á þinginu á fimmtudag þegar Lilja Rafney óskaði eftir umræðu um vinnubrögð í umhverfis – og atvinnuveganefnd hvar Jón Gunnarsson ræður ríkjum. Lilja gagnrýndi ákvörðun Jóns að boða 10 aðila úr orkugeiranum á nefndarfund til að ræða vinnubrögð verkefnisstjórnar rammaáætlunar en engum fulltrúum náttúruverndarsamtaka, líkt og Lilja hafði óskað eftir. Sköpuðust heitar umræður um vinnubrögð Jóns og vantraust hans á umhverfisráðherra sem nýverið lýsti yfir ánægju með verkefnisstjórn rammaáætlunar.“
Þetta segir í þingfréttum VG frá því september 2015.
Jón Gunnarsson, helsti andstæðingur VG í umhverfismálum, til fjölda ára, er fyrir þeirra tilstilli í dag helsti svaramaður Alþingis í umhverfismálum.