Nokkrir þingmenn, margra flokka og kjördæma, komu hver af öðrum í ræðustjól í upphafi þingfundar. Þeir voru allir á einu máli um að boðaður niðurskurður í samgöngumálum gangi ekki og geti aldrei verið einkamál samgönnguráðherra, Jóns Gunnarssonar Sjálfstæðisflokksins.
Ljóst er af orðum þingmannanna að Jón hefur ekki átt ein einustu samskipti við nefndarmenn umhverfis- og samgöngunefndar þingsins um ákvörðun sína.
Stjórnarþingmenn hafa ekki tekið þátt í umræðunni.
Steingrímur J. Sigfússon las upp og sagði að vinna eigi eftir áætlunum og það verði svo að vera. „Þetta stenst ekki stjórnskipunarlaga og þetta stenst ekki lög,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.