Sigurjón M. Egilsson:
Styrkti Jón stöðu sína í ráðherraliðinu eða veikti? Það kemur í ljós innan fárra daga.
Vel má vera að Jón dómsmála finni vel til sín í starfi ráðherra. Hann verður samt að muna hvað Alþingi er. Við vitum öll að Alþingi hefur ekkert úrslitavald. Það gera ráðherrar.
Þrátt fyrir hvað þingið hefur sett mikið niður við harða yfirstjórn ráðherra, verða þeir samt að gá að því að ganga ekki yfir þingið og þingmenn á skítugum skónum.
Jón hefur sýnt fádæma dónaskap. Framganga hans í gær sló öll fyrri met hans. Eitthvað yfirklór á Facebook er ekki neitt. Jón verður að gera betur. Hann verður að tala til þingsins við upphaf fundar í dag.
Bjarni formaður gekk ansi langt í gær. Samt ekkert á við það sem Jón gerði. Vandræðastundir Bjarna í þinginu verða sífellt tíðari. Augljóslega lítur hann niður á þingmenn stjórnarandstöðunnar. Hann getur ekki leynt hvað honum þykir um suma þingmenn.
Nú má spyrja: Krafsaði Jón á Facebook eftir fyrirskipun Bjarna eða ekki? Væri spennandi að vita. Styrkti Jón stöðu sína í ráðherraliðinu eða veikti? Það kemur í ljós innan fárra daga.
Jón Gunnarsson verður að fara sér hægar. Hætta að haga sér sem fáviti. Ef hann getur.