- Advertisement -

Jón Baldvin heiðursgestur

Jón Baldvin Hannibalsson.

Í tilefni af 90 ára afmæli Vytautas Landsbergis, leiðtoga sjálfstæðishreyfingar Litháa (SAJUDIS)  á árunum 1988-92, verður efnt til fjölþjóðlegrar ráðstefnu í Vilníus þann 25. október n.k..Viðfangsefni málþingsins eru: Saga sjálfstæðisbaráttunnar, sovéska arfleifðin, umskiptin í átt til lýðræðis og réttarríkis og framtíðarhorfur.

Jón Baldvin Hannibalsson, f.v. utanríkisráðherra Íslands, er heiðursgestur ráðstefnunnar og flytur opnunarerindið: „Landsbergis at 90: Reflections on Times Past“.

Fyrir utan fræðimenn úr röðum heimamanna, taka þátt fyrirlesarar frá öðrum Eystrasaltsríkjum, Póllandi og Tékklandi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í ljósi gereyðingarstríðs Rússa gegn grannríkinu, Úkraínu, vekur sérstaka athygli, að einn  kafli ráðstefnunnar fjallar um sögufalsanir Rússa og áróðursstríð þeirra gegn grannríkjum sínum.

LTV tekur viðtal við Jón Baldvin um ástandið í Úkraínu. 

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: