Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að sú aukning til löggæslumála sem nú hefur verið kynnt sé „upphafið að þörfu grettistaki í löggæslumálum á Íslandi“. Miklu skiptir að stjórnvöld líti svo á að þetta sé einmitt aðeins upphafið. Þetta er þarft skref og löngu tímabært en leysir ekki vandann til framtíðar.
Þetta segir í leiðara Moggans. Þar fær Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra til bráðabirgða eða hvað, hrós fyrir að efla lögregluna.
Guðrún Hafsteinsdóttir getur ekki horft þegjandi á Jón safna prikum hér og þar. Auðvitað hefur ráðherrann fleiri spil á hendi. Ef Guðrún vill gera alvöru tilkall til ráðherrastólsins, þarf hún að taka á sig rögg.