Jólasveinar á Alþingi Íslendinga
„Ég er nokkuð viss um að fáir þingmenn fari yfir þessar staðreyndir í umræðum um fjárlög og spyrji hvort þróun útgjalda sé eðlileg. Hvort það er hægt að gera betur en raun ber vitni í rekstri ríkisins er spurning sem flestir forðast. Engu er líkara en óttinn við svarið ráði för. Þess í stað er þess krafist að útgjöld í hitt og þetta verði aukin. Í umræðum um fjárlög breytast margir í jólasveina en skattgreiðandinn stendur lítt varinn.“
Það er Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem skrifar þannig um samstarfsfólk sitt á Alþingi. Kannski er bara mikið til í þessu hjá Óla Birni.
Óli Björn vekur athygli á þessu: „Rekstrarútgjöld verða tæplega 26 milljörðum hærri að raunvirði á næsta ári en 2017 og launakostnaður um 16 milljörðum hærri. Í heild stefnir í að útgjöld A-hluta ríkissjóðs verði 205,6 milljörðum hærri að nafnvirði 2020 en 2017, án fjármagnskostnaðar, ábyrgða og lífeyrisskuldbindinga. Þetta er um 139 milljarða eða 18% raunhækkun. Mestu skiptir nær 78 milljarða raunaukning til velferðarmála, þar af 30 milljarðar í heilbrigðismál og liðlega 24 milljarðar í málefni eldri borgara og öryrkja. Enginn sanngjarn maður getur haldið öðru fram en að ríkisstjórnin hafi forgangsraðað í þágu velferðar.“
Óli Björn heldur áfram að tjá sig um „ágæti“ þingheims: „Ég er nokkuð viss um að fáir þingmenn fari yfir þessar staðreyndir í umræðum um fjárlög og spyrji hvort þróun útgjalda sé eðlileg. Hvort það er hægt að gera betur en raun ber vitni í rekstri ríkisins er spurning sem flestir forðast. Engu er líkara en óttinn við svarið ráði för. Þess í stað er þess krafist að útgjöld í hitt og þetta verði aukin. Í umræðum um fjárlög breytast margir í jólasveina en skattgreiðandinn stendur lítt varinn.“