- Advertisement -

Jóhanna og Steingrímur kusu að „drullumalla“

Aldrei hefði þurft að biðja Guð að blessa Ísland.

Ragnar Önundarson skrifar:

Til er fólk sem lítur til baka og telur að ríkið hefði átt að gefa hluthöfum Wow peninga.

Til eru aðferðir til að bjarga „kerfislega mikilvægum“ rekstri, án þess að gefa hluthöfum peninga. Ég gerði tillögu i mbl. 15.04.08 um að meðhöndla fallandi banka þannig, FYRIR hrun. Seðlabankinn bar tillöguna undir ríkisstjórnina, sem hafnaði henni, því vandi bankanna væri bara lausafjárvandi, ekki eiginfjárvandi. Þegar Wow riðaði til falls var reynt að halda þessu sama fram, lausafé vantaði bara, ekki nýtt hlutafé. Síðar kom hið sanna í ljós. Tillagan:


Ef þetta hefði verið gert sumarið 2008 hefði „hrunið“ bara náð til kröfuhafanna.

„Aðgreina ber sem fyrst innlenda bankastarfsemi frá annarri og flytja í sérstök ný dótturfélög. Ríkissjóður láni bönkunum fyrir hlutafjárframlagi til hinna nýju félaga, gegn handveði í hlutabréfunum. Kröfur á og skuldbindingar við þá sem búsettir eru á Íslandi eiga heima í hinum nýju félögum. Erlend lán sem tekin hafa verið vegna endurlána til aðila sem búsettir eru á Íslandi fylgi með. Gæta þarf samsvörunar þar á milli í samráði við lánveitendur. … Unnið verði að viðskiptalegum aðskilnaði nýju bankanna frá móðurbönkunum strax í framhaldinu, svo skilja megi þá frá þeim án fyrirvara. Flutningur viðskiptanna í ný félög yrði ekki riftanlegur af því að gerningurinn yrði kröfuhöfum móðurbankanna í hag. Ástæðan er sú að eigið fé þeirra stæði þá eftir til stuðnings þeim eingöngu. Að auki verður ekki séð að mismunur sé á gæðum erlendra og innlendra eigna. Veðtakan í hlutabréfunum yrði ekki heldur riftanleg, af því að nýtt lán fylgdi. Ríkið þarf að fá rétt til að skipa menn í stjórnir dótturbankanna og leysa bréfin til sín án uppboðs síðar, að uppfylltum skilyrðum. Þá þyrfti að takmarka úttektir bankanna úr dótturfélögunum á meðan skuldin varir.“

Ef þetta hefði verið gert sumarið 2008 hefði „hrunið“ bara náð til kröfuhafanna. Aldrei hefði þurft að biðja Guð að blessa Ísland.

Svo komu Jóhanna og Steingrímur og fóru að gefa hluthöfum sumra félaga peninga en öðrum ekki. Þau fóru að „drullumalla“.

Þeir sem vildu gefa Wow peninga almennings vildu „drullumalla“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: