- Advertisement -

Jóhann Páll hjólar í Guðmund Inga og segir hann „skilja atvinnu­leit­endur eft­ir“

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar vill að atvinnuleysisbætur hækki um 14.000 krónur á mánuði, eða 4,6 prósent, eins og gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun fyrir árið 2022.

Jóhann Páll skorar á Guð­mund Inga Guð­brands­son félags- og vinnumarkaðsráðherra að fylgja forsendum áætlunarinnar, og biðlar til þing­manna í meiri­hlut­anum „að banka“ í félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra; skora á hann að hækka atvinnu­leys­is­bætur um 4,6 pró­sent, eins og gert var ráð fyrir í fjár­mála­áæltun fyrir árið 2022; með reglu­gerð­ar­breyt­ingu og það áður en þing fer í sumarfrí.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra.

Jóhann Páll bendir á að í grein­ar­gerð með fjár­laga­frum­varp­inu hefði það verið mjög skýrt að atvinnu­leys­is­bætur yrðu hækk­aðar um 4,6 pró­sent – um sömu pró­sentu­tölu og greiðslur almanna­trygg­inga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við hér á Alþingi gerðum ráð fyrir þessu þegar fjár­lögin voru afgreidd. Hvað gerð­ist svo? Jú, án þess að mikið bæri á því, og án þess að nokkur umræða færi fram um það hér á Alþingi eða í sam­fé­lag­inu, þá hækk­aði hæst­virtur félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra grunnatvinnu­leys­is­bætur miklu minna, ekki um 14.000 krónur eins og Alþingi ætl­að­ist til, heldur um 6.300 krón­ur.

Síðan hafa bæt­urnar fengið að rýrna að raun­virði eftir því sem verð­bólgan hefur rokið upp. Hvað gerð­ist svo þegar rík­is­stjórnin lét loks­ins undan þrýst­ingi stjórn­ar­and­stöð­unnar og kynnti mót­væg­is­að­gerðir vegna verð­bólg­unn­ar? Jú, þá var aftur ákveðið að skilja atvinnu­leit­endur eft­ir, hóp sem er með lægstu tekj­urnar á Íslandi og er þannig sér­stak­lega ber­skjald­aður fyrir hækk­andi mat­væla-, elds­neyt­is- og hús­næð­is­kostn­að­i,“ sagði Jóhann Páll og bæti við:

„Þetta er alveg ótrú­lega ómerki­legt, þetta er bara mjög ómerki­leg fram­ganga. Gerið það nú, þing­menn meiri­hlut­ans, bankið í hæst­virtan félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra. Sam­ein­umst um að leið­rétta þetta og fylgja for­sendum fjár­laga­árs­ins 2022. Þó það nú væri.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: