- Advertisement -

JG: Kaupendur Borgunnar borgi til baka

Stjórnmál „Mér finnst þetta mál hneyksli og þeir sem bera á því ábyrgð hljóta að þurfa að axla hana, jafnvel þó allt hafi verið gert í góðri trú,“ skrifar Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook.

„Mér finnst einnig að kaupendur að hlut Landsbankans í Borgun eigi alvarlega að íhuga það hvort þeir taki þá afstöðu að láta seljandann (Landsbankann) njóta verulegs hluta af þessum ávinningi. Þetta segi ég vegna fullyrðinga þeirra um að þessi lottóvinningur hafi komið þeim algjörlega á óvart. Sem sagt alls ekki verið í þeirra áætlunum. Lagalega þurfa þeir þessi ekki en siðferðilega finnst mér að þeir eigi að stíga þetta skref,“ skrifar þingmaðurinn.

Jón byrjar hins vegar færsluna svona:

„Hvað vill Árni Páll Árnason gera í Borgunarmálinu og hvað geta stjórnmálamenn gert ?
1. Fjármálaeftirlitið hefur rannsakað málið og niðurstaðan er að farið hafi verið að lögum.
2. Bankastjórinn hefur viðurkennt mistök og lofar betrun. Reyndar hefur ekki enn komið fram hversu mikið fjárhagslegt tjón bankans (þjóðarinnar) er. Kemur vonandi fyrr en síðar.
3. Fjármálaráðherra lagði fram í fyrra þingmál um að leggja niður bankasýsluna og með því yrði pólitísk ábyrgð ráðherrans skýrari á málefnum fjármálastofnanna í eigu ríkisins. Snúið var út úr málinu, það mætti mikilli andstöðu m.a. stjórnarandstöðunnar og hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi. Hendur ráðherrans voru m.ö.o. rækilega bundnar við að axla aukna ábyrgð.
Hvað vill Árni Páll og aðrir sem hæst fara nú í gagnrýni gera. Rannsaka meira segja þeir, en það er búið og gert af þar til bærum stjórnvöldum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: