Snemma síðasta árs var Jón Daníelsson, hagfræðingur í London, í viðtali í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. Þar sagði hann, þá nýbúinn að taka við styrk upp á einn milljarð eða svo, til að setja á stofn stofnun, sem er ætlað að meta kerfisáhættu, að svo viðkvæmur getur efnahagur þjóða verið að eitt atriði geti orðið til þess að hleypa af stað verðbólu, sem leiði til ofþenslu.

Fréttir

Jón Daníelsson á sunnudag: Grikkir geta ekki borgað nema hluta skuldanna

By Miðjan

July 15, 2015

Jón Daníelsson hagfræðingur sagði, þættinumSprengisandur á Bylgjunni á sunnudaginn, að Grikkjum væri um megn að borga þær skuldir sem ætlast er til af þeim. Í upphafi meðfylgjandi viðtals, má heyra Jón skýra þetta mjög vel.

Það sem hann sagði á sunnudaginn er aðalfréttin í dag, og það um allan heim.

Hér má hlusta á viðtalið.