- Advertisement -

Japönsk kreppa í miðbænum:

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Uppkaup stóru fasteignafélaganna á húsnæði niður í bæ er farið að valda draugabæjar-einkennum. Mikið af skrifstofuhúsnæði á efri hæðum stendur autt, í þeim húsum sem ekki hefur verið breytt í gistihús. Ástæðan er að stóru fasteignafélögin geta ekki lækkað leiguverð til að aðlaga sig að markaðnum, ef þau gera það þurfa þau að endurmeta efnahagsreikninginn, skrá mikið tap í bækur sínar og í ljós kæmi að þunnt eigið fé þessara félaga er leysast upp, nú þegar eftirspurn minnkar í kjölfar kólnunar hagkerfisins.

Samskonar áhrif má sjá varðandi allar þær dýru íbúðir sem byggðar voru miðsvæðis. Þær seljast ekki vegna þess að ímyndaðir kaupendur, sterkefnað fólk sem vill búa í blokk niður í bæ, reynist ekki til. Það vantaði ekki húsnæði fyrir þannig fólk heldur fyrir fólk á miðlungs og lægri launum, venjulegt fólk í basli og harðri lífsbaráttu sem verst varð úti í Hruninu og þeirri húsnæðiskreppu sem fylgdi því og ferðamannasprengjunni í kjölfarið. En verktakarnir geta ekki lækkað verðið því þá fara þeir á hausinn og ef þeir fara á hausinn þarf bankinn að afskrifa lánin og sýna stórt tap vegna gassalegra lánveitinga í glórulaus verkefni. Í stað þess að aðlaga framboðið markaðnum, það er að lækka verð, eru skálduð upp fyrirtæki sem fá lán í bönkum til að kaupa íbúðir af verktökunum á háa verðinu í von um að úr rætist einhvern tímann í framtíðinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Úr verður stöðnun án verðlækkana.

Við erum því að sigla inn í japanska stöðnun; í kjölfar eignabólu og glórulausra fjárfestinga getur kerfið ekki tekið á sig höggið og freistast til að halda uppi óraunhæfu verði. Það dregur úr útlánagetu bankanna, sem eru með fé sitt bundið við að halda uppi óraunhæfu eignaverði. Úr verður stöðnun án verðlækkana.

Hættan er sú að næstu árin, jafnvel áratugina, muni nýbyggingar niður í bæ meira og minna standa auðar. Enginn á efni á að kaupa þar íbúðir eða leigja atvinnuhúsnæði. Á sama tíma liggur hinn raunverulegi húsnæðisvandi, raunir venjulegs fólks á grimmum leigumarkaði, ósnertur. Uppbygging á þensluárum ferðamannasprengjunnar fór öll í glórulaus verkefni sem stýrt var að gróðafyrirtækjum, spákaupmönnum og bröskurum sem (öfugt við almenning í Hruninu) bankarnir vernda í lengstu lög, jafnvel þótt það kalli stöðnun yfir samfélagið.

Það er nú allur sköpunarkraftur kapítalismans, hin skapandi eyðilegging leggst aðeins yfir launafólk og heimili en nær ekki til þeirra leyft hefur verið að stýra húsnæðisuppbyggingunni í borginni með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Þeir njóta verndar, þeir mega ekki fara á hausinn


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: