Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson dvelur nú á spítala. Hann segir að „undanfarinn hálfan mánuð eða svo hef ég þjáist af heiftarlegum magaverkjum ofarlega í kviðarholi,“ segir Jakob Bjarnar og bætir við:
„Þetta endaði sem sagt með innlögn, sjúkrabíl og stælum. Myndataka og blóðprufur hafa leitt í ljós bólgur í maga, í smágirni (hvað svo sem það nú er) og sýkingu.“
Jakob Bjarnar bíður nú eftir „frekari rannsóknum; en ég hef verið með næringu- og sýklalyf í æð, morfín og helvíti flottur. En er sem sagt nú kominn á fljótandi. Nema, ástandið á sjúkrahúsinu okkar er ekki orðum aukið, né heldur er eitt orð ofsagt um hversu dásamlegt starfsfólkið er – ég myndi aldrei þora að segja neitt annað,“ segir Jakob Bjarnar í léttum dúr.
Miðjan sendir kappanum góðar batakveðjur.