- Advertisement -

„Jæja, BB minn, þarna náðum við þér!“

„…allan þennan tíma hafa öryrkjar og eftirlaunafólk borið 85% jaðarskatta.“

Ragnar Önundarson: „Í fréttum RÚV kl 18, rétt áðan, sagðist fjármálaráðherra vera á móti því að skattar séu svo háir að ríkið taki til sín meira en aðra hverja krónu. Nú sé tekið 46% og það sé hámark, til séu margar fræðigreinar sem styðji það.

Ráðherrann gleymdi því að með jaðarsköttum vegna tekjutenginga er tekið miklu, miklu meira, og það af þeim sem minnst hafa! Tekjutengingar bóta almannatrygginga valda þessu.

Megum við ekki eiga von á því að fjármálaráðherra standi við sannfæringu sína og taki á vandanum ? Það er alveg snargalið BB minn að láta aðferðir sem valda gríðarlegum há-jaðar-sköttum bitna á þeim sem minnst hafa!“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Gunnar Smári: „Ég heyrði Bjarna Ben segja í útvarpinu að honum hugnaðist ekki hugmyndir um að tekjuháir greiddu meira en 50% jaðarskatt. Bjarni hefur verið fjármálaráðherra svo til óslitið frá vorinu 2013 og allan þennan tíma hafa öryrkjar og eftirlaunafólk borið 85% jaðarskatta. Bjarni Ben vill því verja hátekjufólk en er andskotans sama um öryrkja og eftirlaunafólk. En það hefur svo sem löngum verið ljóst.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: