Mannlíf

Íþróttaþátturinn Bekkurinn: Gauf í Krikanum

By Miðjan

July 14, 2020

Hörður Magnússon skrifar á Facebook:

„Fór með mikilli tilhlökkun að sjá mína menn gegn Fylki í kvöld. Það er skemmst frá því að segja að Árbæjarliðið vann verðskuldaðan sigur. Ládeyðan innan vallar sem utan hjá heimafólki var á köflum átakanleg. Hvorki bros eða leikgleði hjá einum eða neinum nema hjá 6 flokks drengjum sem sungu stundum, Áfram FH. Kannski nýja Mafían?

Það afsakar fátt eða ekkert þessa frammistöðu. Besti völlur landsins, fullkomið fótboltaveður, en óskiljanleg frammistaða. Væntanlega kemur dagur eftir þennan?“

Af skrifum Harðar er augljóst að mikil vonbrigði eru í Hafnarfirði. Sama má eflaust segja um Hlíðarenda. FH og Valur eru þau lið sem er lengst frá þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar.