- Advertisement -

Ítalía: Fylgi flokks Salvini minnkar

Gunnar Smári.

Fréttaskýring eftir Gunnar Smára:

Áætlun Matteo Salvini um að knýja fram kosningar og ná algjörum yfirburðum á þingi virðist vera að renna út í sandinn. Það er ekki bara að Fimm stjörnu hreyfingin og sósíaldemókratar séu að mynda stjórn heldur hefur fylgi flokks Salvini minnkað eftir að hann hætti stuðningi við stjórn Giuseppe Conte og krafðist kosninga.

Hér er ný könnun um fylgi flokkanna og breytingar á fylgi frá síðustu könnun sama fyrirtækis frá því áður en Salvini sleit samstarfi við Fimm stjörnuhreyfinguna.

Þú gætir haft áhuga á þessum
  • Bandalag Salvini: 31,3% (–6,8 prósentustig)
  • Lýðræðisflokkur sósíaldemókrata: 24,6% (+1,9 prósentustig)
  • Fimmstjörnuhreyfingin: 20,8% (+3,3 prósentustig)
  • Áfram Ítalía Berlusconi: 8,3% (+0,5 prósentustig)
  • Bræður Ítalíu, fasistar: 6,7% (+0,4 prósentustig)
  • Vinstrið, gamlir kommar o.fl: 1,4% (+/– 0 prósentustig)
  • Meiri Evrópa: 2,5% (+/– 0 prósentustig)
  • Græningjar: 1,8% (–0,3 prósentustig)
  • Annað: 2,6% (+1,0 prósentustig)Eftir sem áður er Bandalag Salvini sá flokkur sem mest hefur unnið á frá kosningunum vorið 2018; þetta eru breytingarnar:
  • Bandalag Salvini: +13,9 prósentustig
  • Lýðræðisflokkur sósíaldemókrata: +5,8 prósentustig
  • Bræður Ítalíu, fasistar: +2,3 prósentustig
  • Græningjar: +0,7 prósentustig
  • Meiri Evrópa: –0,1 prósentustig
  • Annað: –1,7 prósentustig
  • Vinstrið, gamlir kommar o.fl: –2,0 prósentustig
  • Áfram Ítalía Berlusconi: –5,7 prósentustig
  • Fimmstjörnuhreyfingin: –11,9 prósentustig

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: