Íslenskur hryllingur
Mér ásamt fleirum var misboðið að horfa á ryllinginn í Kveik í gærtkvöld. Þvílíkt og annað eins. Hér ætla ég að leyfa mér að birta það sem Guðmundur Andri Thorsson skrifaði. Ég er fullkomlega sammála honum:
„Horfði á Kveik. Greinilega er til fólk sem leitast við að hámarka arð sinn af eymd annarra. Þetta er fólk sem lítur á samborgara sína sem bráð. Þetta er fólk selur aðgang á uppsprengdu verði að geymslum, kústaskápum, háaloftum og kompum án þess að leggja einu sinni í lágmarks kostnað við að láta þetta líta út eins og mannabústaði. Þetta er fólk sem er helsjúkt af græðgi og mannfyrirlitningu. Mannvonskan er alltaf afl í öllum samfélögum en það er mælikvarði á gæði samfélaga hversu ágengt henni verður.“
-sme