Íslensku barnabókaverðlaunin voru afhent nýverið og komu þau í skaut Guðna Líndals Benediktssonar fyrir bókina Leitin að Blóðey sem er fyrsta bók höfundar. Alls bárust fimmtíu handrit í keppnina í ár en Leitin að Blóðey er tuttugasta og áttunda bókin sem hlýtur þessi verðlaun.
Leitin að Blóðey kemur út hjá Forlaginu með myndskreytingum eftir Ivan Cappelli.
Guðni hefur hefur áður fengist við að semja smásögur, stuttmyndir og leikrit.