Íslenskra krónan hefur bjargað okkar
„Fátt hefur líklega skipt eins miklu máli við efnahagslega endurreisn Íslands og þá stöðu sem við njótum þrátt fyrir allt núna, og sú staðreynd að við stöndum utan Evrópusambandsins og höfum sjálfstæðan gjaldmiðil. Það má í rauninni fullyrða að það hafi bjargað okkur efnahagslega,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi.
Hann spurði: „En nýtum við sjálfstæðið nógu vel? Því að hingað streyma inn á færibandi reglugerðir, íþyngjandi regluverk sem er sniðið að allt öðrum aðstæðum en aðstæðum okkar á Íslandi.“
Hann talaði um regluverkið og sagði: „Ég tala nú ekki um að hætta að bæta sífellt við heimatilbúnum vandamálum, íþyngjandi regluverki og gjaldahækkunum, nýjum, grænum gjöldum, og hvað þetta allt heitir sem ríkisstjórnin finnur upp jafnt og þétt.“
„En nú þegar hillir undir lok faraldursins þurfum við að fara að horfa á efnahagslega uppbyggingu til framtíðar eftir þessa miklu niðursveiflu því að það kemur að skuldadögum. Þá má ekki gleyma að horfa til þess hvernig ástandið var orðið áður en faraldurinn hófst, því að þá þegar voru mörg fyrirtæki, sérstaklega minni fyrirtæki á Íslandi, lent í verulegum vanda vegna aukins kostnaðar og ekki síst aukins regluverks, íþyngjandi regluverks,“ sagði formaður Miðflokksins.