Fréttir

Íslenskir og rússneskir vísindamenn funda

By Miðjan

June 21, 2014

Sjávarútvegur Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Rússlands hafa ákveðið að vísindamenn þjóðanna fundi í haust og skiptist á upplýsingum og aðferðum um rannsóknir á stofnstærð karfa. Ráðherrarnir ræddu, á fundi sínum, málefni úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Rússar hafa undanfarin ár staðið utan samkomulags um veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg og lýst sig ósammála ráðgjöf ICES um stöðu stofnsins. Þá var farið yfir tvíhliða samkomulag Íslands og Rússlands, en Ísland lýsti sérstakri ánægju með að náðst hafi samkomulag um aukakvóta í Barentshafi.