Fréttir

Íslenskir fjölmiðlar og namibískir

By Gunnar Smári Egilsson

November 14, 2019

Gunnar Smári skrifar:

Á meðan namibískir fjölmiðlar fjölluðu um það mál sem skók samfélagið og almenningur hafði fylgst með og rætt sín á milli, reyndu íslensku borgarablöðin að dreifa athygli almennings, fá hann til að gleyma og hugsa um eitthvað annað. Þegar þau neyddust til að fjalla um málið lögðu þau áherslu á að það væri í eðlilegum farvegi eða horfðu á það í gegnum svo víða linsu að ekkert bit var í umfjölluninni.