Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, er þessa stundina gestur í Morgunvaktinni á rás eitt, þar sem Björn Þór Sigbjörnsson talar við hann.
Björn Þór spurði Sindra um viðbrögð bænda við komu Costco til Íslands.
Sindri sagðist hafa heyrt í bændum og þeir séu ánægðir með þennan nýja viðskiptavin. Costco sé sýnilega heiðarlegt og sanngjarnt fyrirtæki. Sindri sagðist fagna kjörborðinu í Costco og hvernig framsetning er þar. Hann sagði Costco vilja annan kjötskurð en tíðkast hefur til þessa, sneiðarnar eru þykkari í Costco.
Sindri saknar þess að Costco selur ekki íslenskt grænmeti, nema forsoðnar kartöflur úr Þykkvabæ, að sögn formanns Bændasamtakanna.
-sme