- Advertisement -

„Íslenski kjósandinn“ er „maður ársins“

„…svo þeir geti ákveðið skattana sína sjálfir og selt sjálfum sér ríkiseignir á hagstæðu verði.“

Ragnar Önundarson skrifar:

Í Noregi er hægri stjórn. Þar er eignarskattur, eina tækið til að vinna gegn samþjöppun auðs. Þar er líka 28% fjármagnstekjuskattur, sem er nálægt meðaltekjuskatti eftir frádráttarliði. Hér er hann 22%, á meðan við skattleggjum tekjur launafólks langt umfram það.

Langvarandi háir raunvextir, langt umfram það sem gerist í löndunum í kringum okkur, fela í sér massífa eignatilfærslu, árum saman, frá almenningi, venjulegu launafólki, til hinna ofríku. Við, kjósendur, sleppum þeim svo með lægri skatta en við borgum sjálf. Til að kóróna vitleysuna veljum við fulltrúa þeirra til æðstu forystu í stjórnmálaflokkum og kjósum þá til æðstu forystu í landstjórninni, svo þeir geti ákveðið skattana sína sjálfir og selt sjálfum sér ríkiseignir á hagstæðu verði. „Íslenski kjósandinn“ ætti að vera „maður ársins“. Alltaf.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: