Mannlíf

Íslenskar doktorsritgerðir

By Sigrún Erna Geirsdóttir

February 07, 2015

Landsbókasafn safnar doktorsritgerðum Íslendinga eins og öðrum ritum sem varða Ísland og Íslendinga eftir því sem unnt er en skráin er ekki tæmandi. Tilgangurinn með því að birta skrána í rafrænu formi er að veita upplýsingar um doktorsverkefni Íslendinga fyrr og síðar en einnig að styðja við söfnun þessa efnis.

Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga er unnin af starfsfólki þjóðdeildar Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns í samvinnu við upplýsingatæknihóp safnsins. Hún byggist á skrám um doktorsritgerðir Íslendinga sem komu út á prenti í Árbók Landsbókasafns, fyrst 1962–1963 og síðan á níunda áratug síðustu aldar. Fyrir allmörgum árum voru þessar skrár sameinaðar og þær fluttar á stafrænt form. Síðan hafa starfsmenn þjóðdeildar fært inn viðbætur eftir því sem ritgerðir hafa borist safninu og haldið skránni við. Hér má sjá heildarlista yfir doktorsritgerðirnar.