- Advertisement -

Íslenska velferðarkerfið – er það ónýtt?

Ég get ekki greitt tann­rétt­ing­arn­ar fyrr en ég fæ borgað en fæ ekki borgað fyrr en ég skila inn reikn­ingi.

„Núna, þegar þetta er skrifað, er ég enn að bíða eft­ir að fá þrjá reikn­inga end­ur­greidda, sem lagðir voru inn í júní 2018 og bíða af­greiðslu full­trúa.

Fleiri reikn­ing­ar liggja fyr­ir sem verða ekki greidd­ir af Trygg­inga­stofn­un vegna þess að í miðri bið eft­ir greiðslu varð barnið 18 ára. Sam­kvæmt reglu­gerð er ekki hægt að sækja um end­ur­greiðslu vegna tann­rétt­inga seinna en þrem­ur mánuðum fyr­ir 18 ára af­mæl­is­dag barns, þrátt fyr­ir að tím­inn sem greiða þarf hafi verið löngu fyr­ir um­rædd­an af­mæl­is­dag.

Eins og flest­ir fæ ég laun sem þurfa að duga út mánuðinn og ef ég þarf að borga af ein­hverju sem ég fæ ekki end­ur­greitt fyrr en löngu seinna lendi ég sam­stund­is í und­ar­leg­um víta­hring. Ég get ekki greitt tann­rétt­ing­arn­ar fyrr en ég fæ borgað en fæ ekki borgað fyrr en ég skila inn reikn­ingi. Þetta þýðir að ég náði ekki að greiða alla reikn­ing­ana fyr­ir til­sett­an tíma og sit því uppi með kostnað sem ég ræð ekki við.

Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra:
„Ég biðla til ráðamanna þjóðar­inn­ar að laga þessa brota­löm.“

Ég biðla til ráðamanna þjóðar­inn­ar að laga þessa brota­löm og gera bet­ur inn­an fjöl­skyldu­sviðs sýslu­manns. Það hlýt­ur að vera mark­miðið að aðstoða og hjálpa fjöl­skyld­um í vanda í stað þess að leggja meiri áhyggj­ur, vinnu og álag á fólk sem berst í bökk­um. Niðurstaða: Kerfið er þannig ekki gagn­legt þeim sem helst þurfa á aðstoðinni að halda.“

Þessi kafli er tekinn úr grein sem Gerða Óskarsdóttir skrifaði og birt er í Mogganum í dag. Dóttir Gerðar þurfti í tannréttingar. Sótt var styrk.

„Það var tals­verð vinna að fara í gegn­um um­sókn­ar­ferlið með til­heyr­andi papp­ír­um, skatt­fram­tali, viðtöl­um o.fl. Það leið heilt ár þangað til ég fékk niður­stöðu um úr­sk­urð sem var á þá leið að sér­stakt fram­lag vegna tann­rétt­inga barns væri samþykkt, senni­lega vegna þess að ég er tekju­lág ein­stæð móðir. Þetta voru, að ég hélt, góðar frétt­ir en í kjöl­farið þurft­ir ég að skila inn hverj­um ein­asta reikn­ingi frá tann­lækni, sem þurfti síðan að fara í gegn­um úr­sk­urð, hver um sig.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: