Greinar

Íslenska valdastéttin er að sökkva í yfirgengilegan hroka

By Miðjan

April 06, 2024

Kristinn Hrafnsson skrifaði:

Stjórnmál Nei, Bjarni, Titanic lenti ekki í vatnaskilum og þessi ríkisstjórn steytti á Katrínu Jak sem gafst upp á limminu og gaf út algjöra vantraustsyfirlýsingu með sínu brotthvarfi. Nei, þetta kallar ekkert á ykkar samtal heldur samtal þjóðarinnar við sig sjálfa og þingkosningar og það skiptir engu máli þó að Bjarna finnist engin þörf á kosningum.

Íslenska valdastéttin er að sökkva í yfirgengilegan hroka.

Nú er einn frambjóðanda að setja verk sín í pólitík undir, í von um að verða forseti. Segist samt ekki ætla að vera pólitískur forseti. Hvaða ömurlega skaup er þetta!?

Er íslenskt samfélag að leysast upp í arfalélega sápuóperu?