Fréttir

Íslenska okurvatnið

By Miðjan

July 29, 2023

Samkvæmt lífskjaravefnum Numbeo er hvergi dýrara að kaupa vatn á flösku en á Íslandi. Íslenska vatnið er meira að segja 47% dýrara en í Sviss, þar sem allt er hryllilega dýrt.

Við bárum saman verð á 1,5 lítra vatnsflösku í stærstu höfuðborgum eða stærstu löndum Evrópulandanna. Niðurstaðan er að Reykjavík tjónir á toppnum. Þar kostar flaskan 295 kr. Í Osló er flaskan bara 5 kr. ódýrari. En svo verður munurinn meiri. Flaskan er 63 kr. ódýrari í Helsinki, 95 kr. ódýrari í Kaupmannahöfn og 110 kr. ódýrari í Stokkhólmi. Íslenska vatnið er 60% dýrari en í Svíþjóð.

Fyrir þessu eru engin sýnileg rök. Nema auðvitað okur. Sem er byggt á fákeppni þar sem samkeppnisaðilar stunda enga samkeppni heldur sætta sig við sinn hlut af markaði þar sem neytendur eru blóðmjólkaðir.

Sjá nánar frétt á Samstöðinni.