- Advertisement -

Íslenska lýðveldið er í siðferðilegri upplausn

- Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir endurreisnina eftir Hrun vera alla í molum.

„Íslenska lýðveldið er einfaldlega í siðferðilegri upplausn. Endurreisnin eftir Hrun er öll í molum,“ segir meðal annars í grein sem Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, skrifar og birt er í Fréttablaðinu í dag.

Hreinsanir eru hafnar

Svanur er mjög gagnrýnin á útgerðarmenn, sem hann segir njósna um sjómenn. Máli sínu til stuðnings vitnar hann í ný skrif Úlfars Haukssonar, stjórnmálafræðings og sjómanns. „Það sem meira er að útgerðarmenn eru farnir að njósna markvisst um sjómenn um hvað þeir eru að segja og hverrar skoðunar þeir eru. Þetta fékkst ærlega staðfest í verkfallinu. Núna eru svo hreinsanir hafnar og sjómenn sem „gengu ekki í takt“ eins og það kallast eru þegar farnir að gjalda með atvinnumissi.“

„Óþægir“ pikkaðir út

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svanur segir suma útgerðarmenn, það er þá sen eru í röðum stærstu gjafakvótaeigenda, hafa gripið til örþrifaþrifa: „Laumuðu sér inn á lokaðar fésbókarsíður sjómanna þar sem skipst var á skoðunum og upplýsingum í verkfallinu. Síðan voru „óþægir“ sjómenn pikkaðir út og haldið í óvissu á uppsagnarfresti mánuðum saman án þess að vita hvort þeir haldi starfi sínu og lífsviðurværi. Sumir hafa þegar goldið fyrir skoðanir sínar með atvinnumissi.“

Hér er grein Svans.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: