Þorsteinn Víglundsson skrifar:
Íslenska krónan er skaðvaldur í íslensku efnahagslífi. Fall WOW minnti okkur á hversu slæm hún er fyrir útflutningsfyrirtækin okkar. En við borgum öll stærsta verðmiðann sem eru viðvarandi hærri vextir hér í samanburði við nágrannalönd okkar. Kostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja vegna þessa nemur um 200 milljörðum króna á ári. Og þvert á yfirlýsingar stjórnvalda er staðan ekkert að batna.
Ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin fáum við algera falleinkunn eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Við erum ekki nálægt því að spila í sömu deild og þau. Krónan er ekki best í heimi og það eru svo sannarlega betri kostir í boði.