- Advertisement -

Íslenska krónan er skaðvaldur

Þorsteinn Víglundsson skrifar:

Þorsteinn. Ljósmynd: Hringbraut.

Íslenska krónan er skaðvaldur í íslensku efnahagslífi. Fall WOW minnti okkur á hversu slæm hún er fyrir útflutningsfyrirtækin okkar. En við borgum öll stærsta verðmiðann sem eru viðvarandi hærri vextir hér í samanburði við nágrannalönd okkar. Kostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja vegna þessa nemur um 200 milljörðum króna á ári. Og þvert á yfirlýsingar stjórnvalda er staðan ekkert að batna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin fáum við algera falleinkunn eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Við erum ekki nálægt því að spila í sömu deild og þau. Krónan er ekki best í heimi og það eru svo sannarlega betri kostir í boði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: