Íslenska embættismannastjórnin
- þingmenn noti sumarið og velti fyrir sér tilgangingum með þátttöku sinni í stjórnmálum.
„En þegar þessi mesta hægri stjórn Íslandssögunnar, eins og sumir vilja kalla núverandi ríkisstjórn, hefur ekki aðra sýn á fjárlög ríkisins til næstu ára en embættismennirnir rétta henni…,“ þannig fjallar fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins um núverandi ríkisstjórn Íslands.
Hann er sýnilega lítt hrifinn af gerðum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar og þar fer fremst hin „svokallaða“ fjármálaáætlun. „…má segja að það væri bættur skaðinn ef afgreiðsla frestaðist og þingmenn gætu tekið sér gott sumarfrí til að velta fyrir sér tilganginum með þátttöku í stjórnmálum.“
Benedikt Jóhannesson skorar ekki hátt: „Fjármálaráðherra hefur verið ófáanlegur til að hætta við skattahækkanirnar og aðrir leyfa honum jafnvel að komast upp með það með minniháttar lagfæringum á orðalagi.“
Að endingu er vert að birta þessi ummæli úr Staksteinum dagsins: „Það mál sem fengið hefur hvað mesta athygli þingmála að þessu sinni er svokölluð fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022, en þar er einkum rætt um hvort hækka eigi skatta á eina atvinnugrein.“
-sme