- Advertisement -

Íslensk velferð: 300 aðgerðum frestað

Þrjú hundruð og fjórtán aðgerðum var frestað á Landspítalanum undanfarna tólf mánuði vegna manneklu, skorts á legurými eða vegna bráðaaðgerða sem gengu fyrir. Meðalbiðtími eftir aðgerðum styttist en er þó enn allt að tíu mánuðir.

Biðtími eftir ýmsum aðgerðum á Íslandi er langur. Þrátt fyrir að tekist hafi að saxa nokkuð á biðlistana undanfarið ár, og meðalbiðtími eftir öllum tegundum aðgerða styttist, er biðin í flestum tilfellum umfram viðmiðunarmörk um ásættanlega bið að mati Landlæknis.

Lengst er biðin eftir brjóstholsskurðlækningum en þar var meðalbiðtími tíu mánuðir síðasta september. Þá var meðalbiðtími eftir bæklunarskurðlækningum níu mánuðir og um sex mánuðir þegar kom að barnaskurðlækningum. Stysta biðin var eftir heila- og taugaskurðlækningum, eða tveir og hálfur mánuður.

Þetta kom fram í sjónvarpsfrétt í kvöld.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: