- Advertisement -

Íslensk stjórnvöld þjóna ekki hagsmunum almennings

Gunnar Smári.

Af hverju voru svona margir Íslendingar í Panamaskjölunum?

Vegna þess að íslensk stjórnvöld höfðu neitað, þrátt fyrir linnulausar ábendingar, að setja í lög varnir gegn skattsvikum hinna ríku í gegnum aflandsviðskipti.

En hvers vegna vildu íslensk stjórnvöld ekki setja upp þessar varnir?

Vegna þess að íslenskt stjórnvöld þjóna ekki hagsmunum almennings heldur hinna fáu ríku og valdamiklu, og þau vildu tryggja að þau gætu svikið undan skatti og falið fé.

En hvers vegna er Ísland á gráum lista yfir lönd sem hafa ekki varnir gegn peningaþvætti og skipulagðri glæpastarfsemi, eitt landa í okkar heimshluta?

Það er vegna þess að íslensk stjórnvöld styðja peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi hinna fáu ríku og valdamiklu, með því í reynd að heimila skipulagða glæpastarfsemi, svipaða og afhjúpast hefur í Samherja-hneykslinu (þar sem raunverulegt eðli stærsta opinbera styrkþega Íslandssögunnar sést glögglega).

Er þetta ekki fullmikið sagt, ertu að halda því fram að Ísland sé þjófabæli?

Já. Og það verður það eins lengi og fólk lokar augunum fyrir því.

Hvenær fá landsmenn nóg? Hversu langt ætlið þið að bera þetta lið? Hversu oft og mikið ætlið þið að láta það ræna ykkur?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: