Gunnar Smári skrifar:
Þegar Samherji fer fram hjá reglunum í Noregi bregðast stjórnvöld við. Hér heima hefur Samherji brotið gegn reglum um hámarkshlutdeild eins fyrirtækis, þetta hefur legið fyrir árum saman. Hvað gera íslensk stjórnvöld? Akkúrat ekkert. Búa til nefnd sem á að finna út hvernig hægt er að aðlaga reglurnar að frekjunni í Samherja. Og svo þegar Samherji ákveður að selja sig aðeins niður, draga aðeins úr hversu freklega þeir brjóta reglurnar, þá ryðjast lífeyrissjóðir í röðinni til að geta keypt hluta af eign Samherja í Síldarvinnslunni.
Af hverju stoppa stjórnvöld ekki þá sölu? Af hverju eru ekki hald lagt á eignir Samherja meðan rannsókn fer fram? Af hverju eru stjórnvöld í Noregi, Færeyjum og Namibíu að bregðast við en ekki íslensk stjórnvöld?
Svarið er einfalt. Íslensk stjórnvöld eru Samherji. Þau telja það sitt hlutverk að þjóna Samherja, ekki ykkur.
Það er bara korter síðan að bæði forsætis- og fjármálaráðherrar voru í fréttum að lýsa yfir sérstakri ánægju með aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda í málefnum Samherja. Og samkvæmt síðustu könnun ætlar helmingur kjósenda að framlengja líf þessarar ríkisstjórnar Samherja.