- Advertisement -

Íslensk spennusaga: Geitarskinnsgestabókin

Borgarstjórinn ætlaði að læðast út um eldhúsdyrnar.

En svo gerðist hið óvænta.

Náði í stóru gestabókina og læddist út með bókina undir hendinni.

Ekkert mátti út af bera. Reykjavík nánast nötraði. Mikhaíls Gorbatsjovs og Rondal Reagan komu til Reykjavíkur í viðleitni um að binda enda á kalda stríðið. Þessi saga er ekki um hvað þeim fór á milli eða hvaða árangur varð af fundum þeirra. Hér segir af hrokkinhærðum borgarstjóra og geitarskinnsgestabókinni. Spennið beltin. Best er að vitna í samtíma staðreyndir.

Nýlega var þetta skrifað: Borgarstjórinn var í smáatriðunum og lét gera forláta gestabók úr geitarskinni. Það barst út. Embættismaður hringdi og sagði borgarstjóranum að gestabók væri ekki inni í myndinni. Borgarstjórinn vissi að þetta væri ekki stærsta mál þessa atburðar. En hann var ekki sáttur. Hann hringdi í flokksbróður sinn, utanríkisráðherrann. Ég er að láta gera forláta gestabók og ég vil að þeir skrifi í hana. Já, það hlýtur að ganga, sagði ráðherrann. Hann hringdi eftir hálftíma. Heyrðu, ég rekst því miður á vegg. Bæði Kaninn og Rússarnir segja að þetta sé ekki á prógramminu. Ég get ekki meir. Borgarstjórinn hringdi í Steingrím forsætisráðherra og útskýrði málið sem væri jú sjálfsagt. „Jú, mér finnst það alveg sjálfsagt, ég verð að segja það. Ég hringi í þig eftir korter.“ Hann hringdi: „Nei, ég er algerlega bit. Þessu er tekið alveg rosalega illa. Þeir segja að gerður hafi verið samningur um að leiðtogarnir myndu ekki undirrita neitt eða skrifa á neitt og þetta væri því útilokað og væri margoft búið að lýsa því yfir.“

Borgarstjórinn átti að taka á móti leiðtogunum inni í húsinu og þar yrði enginn ljósmyndari. Hann myndi svo hverfa af vettvangi en Reagan, sem væri hinn raunverulegi gestgjafi, tæki á móti Gorbatsjov á tröppunum. Borgarstjórinn var inni í Höfða þegar Reagan kom. Búið var að ákveða að þeir skyldu ekki heilsast og borgarstjórinn halda sér til hlés. Hann myndi bjóða leiðtogana tvo velkomna og afnot af húsi borgarinnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Margt fróðlegt gerðist á þessum skamma tíma inni í húsinu áður en Gorbatsjov kom, sem vera má að sagt verði frá síðar. Leiðtogarnir komu inn í húsið eftir að hafa heilsast á tröppunum og veifað til skara fréttamanna. Borgarstjórinn var með sína keðju á miðju gólfi og rétti þeim höndina, Reagan fyrst og svo Gorbatsjov, og bauð þá velkomna með fáum orðum. Þeir þökkuðu fyrir og þá sagði borgarstjórinn eins og það væri sjálfsagt: „Og svo er það gestabókin.“ Einn maður úr hvoru liði hljóp til en of seint því að Reagan sagði :„Að sjálfsögðu, endilega.“ Og hinn leiðtoginn tók undir á sínu máli. Borgarstjórinn leiddi þá tvo inn í dimmt horn anddyrisins og afhenti þeim penna. Reagan skrifaði og Gorbatsjov svo. En svo gerðist hið óvænta. Allt helsta fylgdarlið valdamestu manna heims stóð í röð til að fá að skrifa. Fyrst George Shultz utanríkisráðherra undir nafni Reagans og svo Shevardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna. Sjálfsagt hafa einir tuttugu skrifað til viðbótar. Þeir eltu svo leiðtogana inn í stofuna. Borgarstjórinn ætlaði að læðast út um eldhúsdyrnar austan megin en hikaði. „Þeir“ munu rífa þessar síður úr, þegar ég er farinn, hugsaði hann. Gekk inn í hornið. Náði í stóru gestabókina og læddist út með bókina undir hendinni.

Nú er spurt, hvar er geitarskinns gestabókin núna?

Utanríkisráðherrann var Geir Hallgrímsson, sem um tíma var formaður Sjálfstæðisflokksins.

Eina heimild Miðjunnar er Reykjavíkurbréf Morgnublaðsins frá því í byrjun september á þessu ári.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: