- Advertisement -

Íslensk geðþótta­stjórn­mál­

Björn Leví Gunnarsson skrifar í Moggann um geðþóttastjórnmál. Hann nefnir nokkur dæmi:

„Geðþótta­stjórn­mál­in eru mjög góð í því að þykj­ast vera fag­leg. Það gera þau til dæm­is með því að gera yf­ir­borðskennd­ar grein­ing­ar með fyr­ir­fram gef­inni niður­stöðu. Það eru pöntuð lög­fræðiálit sem úti­loka betri lausn­ir, gert lítið úr öðrum hug­mynd­um eða ein­fald­lega full­yrt að geðþótta­lausn­in sér best og efti­r­á­skýr­ing­ar bún­ar til eft­ir þörf­um.

Ný­leg dæmi um geðþótta­stjórn­mál er til dæm­is Lands­rétt­ar­málið, þar sem það er vel skjalfest að geðþótti dóms­málaráðherra réð niður­stöðunni þrátt fyr­ir ráðlegg­ing­ar um annað. Annað dæmi eru niður­lagn­ing Ný­sköp­un­ar­miðstöðvar. Sú ákvörðun var tek­in áður en búið var að ákveða hvað eða hvort eitt­hvað annað þyrfti að koma í staðinn. Það eru fjöl­mörg önn­ur dæmi um geðþótta­stjórn­mál á und­an­förn­um árum, eins og fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar er til dæm­is skýr vitn­is­b­urður um – þar eru eng­ar kostnaðar- og ábata­grein­ing­ar eins og kom skýrt í ljós í síðustu viku þegar for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Íslands sagði það hreint og beint að þau hefðu ekki hug­mynd um hvort 700 þúsund krón­ur á dag fyr­ir stofu­lækni væri rétt­ur kostnaður eða ekki.

Við eig­um að krefjast þess að stjórn­mál­in geri bet­ur. Að þau séu inni­halds­rík og fag­leg en ekki yf­ir­borðskennd og ráðist af hug­mynda­fræðileg­um geðþótta. Í dag ræður hins veg­ar geðþótt­inn og því vilja Pírat­ar breyta af því að við eig­um öll skilið að stjórn­völd geri sitt besta.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: