Sjávarútvegur „Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið talsmaður þessarar tækni sem um ræðir,“ segir Víkingur Þ. Víkingsson framleiðslustjóri Haustaks.
Haustak hf. sérhæfir sig í fiskþurrkun og er staðsett á Grindavík. Víkingur Þ. Víkingsson framleiðslustjóri Haustaks segir helstu viðskipti fyrirtækisins fara fram á Nígeríumarkaði þar sem þurrkaðir þorskhausar er aðal útflutningsvaran. Haustaki hf. hefur nú verið sýndur sérstakur áhugi, af erlendum aðilum, á aðferðum sínum sem fyrirtækið beitir til þurrkunar þar sem mögulegt er að nota sömu tækni til að þurrka önnur matvæli. Sem dæmi má nefna kjöt og ávexti.
Víkingur segir að Ólafur Ragnar vilji meina að þessi reynsla Íslendinga að þurrka fisk getur orðið til þess að skapa traustara öryggi í fæðubúskap mannkynsins á næstu árum. Að sögn Víkings er margt spennandi í þessum efnum og mun tíminn leiða fljótt í ljós hvar þessi tækni mun verða tekin upp í veröldinni.
Að sögn Víkings hefur Haustaki tekist að þurrka sínar afurðir án þess að þær missi næringargildi og bragð með því að notast við hátt rakastig. Asía, Indland og arabísku furstadæmin hafa nú þegar sýnt áhuga og hafa stjórnendur Haustaks fengið aðila á borð við sendiherra frá fyrrnefndum svæðum og fyrirtækjum sem starfa við þurrkun matvæla til sín í þeim hugleiðingum að kynna sér og mögulega innleiða þessa tækni. „Það er þekkt í Indlandi til dæmis að mikið af matvælum skemmist á skömmum tíma en með þurrkun eykst geymsluþolið,“ segir Víkingur. Hann tekur fram að þeir séu nú að prófa sig áfram hversu langt geymsluþolið getur orðið og segir að þeir séu nú til dæmis með banana, perur, ananas, apríkósur, ferskjur og nautakjöt sem hefur geymst vel í allt að átta mánuði.
Þetta kemur fram á heimasíðu LÍÚ.