- Advertisement -

Íslendingar verstir af öllum vondum

Starfsmenn hýstir í fellihýsum og starfsmaður rekinn út um miðja nótt.

Hjalti Tómasson.

Þessi mánaðargamla frétt er endurbirt af gefnu tilliti. Þingmenn eru gapandi eftir Kveik í gærkvöldi. Þeir láta sem þeir hafi ekkert vitað, sem er þó skárra en ef þeir hafa ekkert vitað.

Hjalti Tómasson, starfsmaður verkalýðsfélagsins Bárunnar, sem er með félagssvæði um mesta Árnessýslu, var í viðtali í þættinum Annað Ísland á Útvarpi Sögu í gær. (Hjalti er viðmælandi  fyrsta hluta þáttarins). Hjalti hefur þann starfa að fara á vinnustaði og athuga með aðbúnað starfsfólks, launakjör og annað sem skiptir máli.

Hann segir að margir vinnuveitendur standi sig með sóma, en því miður séu margir sem geri það alls ekki og framganga þeirra versni sífellt. Hjalti sagði algengt að erlendum starfsmönnum séu greidd lægri laun en ber að gera og oftast er greitt með peningum, ekki í gegnum banka. Ekkert sé gert til að tryggja réttarstöðu starfsmanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hjalti sagði aðbúnað þessa fólks með hreinum ólíkindum. Dæmi séu um að fólk sé látið sofa í fellihýsum, og sé rukkað um drjúga leigu.

Sumt af því fólki sem Hjalti hefur talað hefur farið víða í Evrópu til starfa. Fólkið hefur því talsverða reynslu af farandverkamennsku. Samdóma álit allra er að þau hafi aldrei kynnst eins ömurlgum aðstæðum og framkomu og þau fá að reyna hér á landi.

Hjalti sagði af ungri konu sem var rekin úr vinnunni um miðja nótt, aðfaranótt laugardags. Henni var gert að yfirgefa svefnstað sinn tafarlaust. Hún stóð út á vegi með ferðatöskuna og hafði ekki hugmynd hvert hún ætti að fara. Vissi ekki í hvað átt Reykjavík var. Hún fann í fórum sínum nafnspjald Hjalta, sem hann hafði afhenti síðast þegar hann var í vinnustaðaeftirliti. Hún hringdi í Hjalta sem kom og eftir nokkra vinnu innheimti Báran laun á uppsagnarfresti fyrir konuna.

Annað Ísland: Dæmi um að fyrirtæki láti erlenda starfsmenn gista í hjólhýsum

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: