- Advertisement -

Íslendingar fyrstir að fá vottun á gullkarfa

Iceland Sustainable Fisheries (ISF) hefur nú hlotið MSC – Marine Stewardship Council vottun á gullkarfaveiðar Íslendinga. Eru þetta fyrstu karfaveiðarnar í heiminum til að fá vottun samkvæmt staðli MSC.  Vottunin kemur í  kjölfar 17 mánaða matsferlis sem unnin var af íslensku Vottunarstofunni Túni.

Nítján fyrirtæki stofnuðu ISF árið 2012 til að halda utan um MSC fiskveiðiskírteini á þorski og ýsu. Samþykkti félagið á sama tíma að sótt yrði um fleiri fiskveiðivottanir í samræmi við þarfir hluthafanna.  ISF hefur vaxið og eru í dag 36 fyrirtæki hluthafar í ISF og samtals eru 87 fyrirtæki á Íslandi með MSC rekjanleikavottun. Þau geta því unnið eða verslað með MSC vottaðan fisk. Í dag hafa Íslendingar vottanir á veiðar á þorski, ýsu, ufsa, síld og nú einnig á gullkarfa. Þá eru grásleppuveiðar í vottunarferli hjá MSC.

MSC vottunarferillinn er umhverfismat, þar sem vottunarstofan metur fiskveiðarnar í samræmi við kröfur MSC staðlanna. Hluti af kröfunum er að hagsmunaðilar geti komið með athugasemdir og jafnvel andmælt niðurstöðu vottunarstofunnar.  Fari svo fjallar sérskipaður oddamaður um andmælin og leitar  jafnframt leiða til að andmælandi og umsækjandi finni ásættanlega niðurstöðu, ella fer málið til úrskurðar hjá oddamanni. Athugasemdir og andmæli vegna vottunar á Gullkarfa bárust frá WWF í Þýskalandi um niðurstöðu fiskveiðimatsins. Taldi WWF m.a að frekari aðgerða væri þörf til að vernda viðkvæm búsvæði hafsbotnsins fyrir áhrifum togveiða. Úr varð að ISF og WWF hófu  viðræður og á þeim grunni setti ISF fram skuldbindandi úrbótaáætlun í fiskveiðimatið sem felur í sér rannsókna- og aðgerðaáætlun til verndunar á búsvæðum kóralla og  svampa. Á grunni þessara tillagna féll WWF frá áfrýjuninni og í framhaldinu gaf Vottunarstofan Tún út fiskveiðivottunina.

Sjá nánar á vef Náttúran.is

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: