- Advertisement -

Íslendingar flýja eigið land

Íslenska krónan hefur alltaf sveiflast upp og niður, samt oftar niður, samkvæmt mínu minni. Sjaldan hefur almenningur notið góðs af sterkri stöðu krónunnar. Mun oftar höfum við goldið veikrar stöðu krónunnar. Nú er staðan önnur. Látið krónuna í friði.

Nú er loks stund á milli stríða. Krónan er sterk og það kemur neytendum almennt til góða. Vissulega kemur staða hennar verr við þá sem hafa notið sín hvað best þegar krónan hefur verið veikari. Krónan mun falla aftur, á því er enginn vafi en það er ekki mögulegt að sættast við að nú þegar hlé er á þrenginum á okkur, vegna krónunnar, að gripið verði til aðgerða til að skerða lífskjör alls almennings í landinu með því að vinna að veikingu hennar.

Það er bara stund á milli stríða. Krónan mun leita í fyrra horf. Fólk hefur loks andrými og á það svo sannanlega skilið.

Ferðaþjónusta og sjávarútvegur verða að laga sig að stöðunni og hætta kröfu um aðgerðir til að rýra afkomu alls almennings. Þau fyrirtæki verða að þola ámóta stöðu og almenningur þarf að gera, þegar staðan er á hinn veginn.

Loks birtast fréttir að hótel og önnur fyrirtæki lækka verð. Draga úr okrinu. Allt virðist á réttri leið. Hvers vegna ætli Íslendingar kjósi að ferðast meira til útlanda en áður? Heldur einhver að fólk hafi allt í einu orðið afhuga eigin landi? Nei, helsta ástæðan er fjandans okrið. Rjómavafflan og önnur dæmi fæla fólk frá. Reykjavík er áttunda dýrasta borg í heiminum. Eðlilega fer fólk þegar það getur. Okrið og svínaríið gengur ekki lengur.

Staða krónunnar er fín. Látið krónunna vera.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: