- Advertisement -

Íslendingar eru langlífir en feitir

Heildarkostnaður vegna heilbrigðisþjónustu á Íslandi nam níu prósentum af landsframleiðslu árið 2012, það er minna en meðaltal OECD ríkja sem nemur 9,3 prósentum. Við vörðum minna til heilbrigðismála en hinar Norðurlandaþjóðirnar.

Kostnaður vegna heibrigðisþjónustu lækkaði árin 2009 og 2010, það er eftir hrun. Útgjöld hafa hækkað hægt og rólega síðan og benda tölur OECD til að 2013 munu þau vera svipuð og fyrir hrun.

Hér borgar ríkið áttatíu prósent af heildarkostnaði heilbrigðiskerfisins, sem er hærra en meðaltal OECD ríkjanna, sem greiða 72 prósent.

Útgjöld til lyfja hafa lækkað hér jafnt og í öðrum OECD ríkjum undanfarin þrjú ár. Skýringuna er meðal annars að finna í nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar um að nota ódýrari samheitarlyf í stað frumlyfja.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í úttekt OECD segir að lífslíkur á Íslandi séu 83,2 ár, sem er næsthæsti aldur í heimi á eftir Japan og að kynjamismunur sé minni í lífslíkum á Ísland en í öðrum OECD ríkjum. Ísland er í hópi þeirra landa sem minnst er reykt, og er þar í hópi með Svíþjóð og Mexikó. Um tíu prósent færri reykja hér en gerðu það fyrir tíu árum.

Hins vegar er neikvætt hversu tíðni offitu hjá fullorðnum hefru snarhækkað hér í landi frá, tólf prósentum árið 2002 upp í 21 prósent árið 2012. Hlutfallið er lægra en í öðrum OECD löndum eins og Bandaríkjunum en gæti hins vegar haft í för með sér verulega aukningu í útgjöldum til heilbrigðisþjónustu á næstkomandi árum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: