- Advertisement -

Borgum tvöfalt á við Færeyinga

Vilhjálmur Birgisson skrifaði:

Já, það verður að fást svör frá virtum erlendum óháðum aðilum hvers vegna Íslendingar borga t.d. tvöfalt meira af heimilum sínum en Færeyingar.

Færeyingar borga helmingi lægri vexti en Íslendingar. Færeyskur bankastjóri telur að sveiflukenndur gjaldmiðill Íslendinga sé ein orsökin.

„Ég veit ekki hvernig það virkar.“

Í þessari frétt er rætt við Olav Guttesen sem er bankastjóri í Betri banka í Færeyjum en hann hefur starfað í bankageiranum í Danmörku og síðar í Færeyjum í 24 ár.

Þetta viðtal við færeyska bankastjórann gengur út á að reyna að fá svör við því af hverju afborganir af húsnæðislánum í Færeyjum séu helmingi lægri en hér á landi. En í dag stendur Færeyingum til boða óverðtryggt húsnæðislán á 4,8% föstum vöxtum til 30 ára á meðan breytilegir vextir hér á landi eru 10,75%.

Færeyski bankastjórinn segir meðal annars í þessu viðtali þegar hann er spurður af hverju vextir séu þetta miklu hærri á Íslandi en í Færeyjum:

„Ég held að við séum lík Íslendingum. Hagkerfið er sambærilegt, hugarfarinu svipar saman. Við erum líkari Íslandi en Danmörku,“ segir Olav. Afgerandi munur á hagkerfunum tveimur liggur hins vegar í tengslunum við Danmörku og þar með gjaldmiðlinum. „Það er vegna óvissunnar sem fylgir gjaldmiðlinum, að mínu mati. Vextirnir væru hærri með fljótandi gjaldmiðli.“

Þegar færeyski bankastjórinn var spurður um verðtryggð lán, hló hann. En orðrétt sagði hann:

„Ef verðbólgan er 10 prósent, mun höfuðstóll lánsins hækka um 10 prósent?“ spyr hann og hlær við. „Ég veit ekki hvernig það virkar. Ég hef ekki heyrt um húsnæðislán sem eru þannig, hvorki hér né í Danmörku.“

Ég spyr hvernig má það vera að örþjóð eins og Færeyingar sem eru í 400 kílómetra fjarlægð frá okkur geta boðið helmingi lægri húsnæðisvexti en hér á landi?

Það yrði uppreisn í landinu. Það er alveg pottþétt.“

Hvað veldur því að Íslendingur sem flutti frá Íslandi 21 árs gamall árið 1984 og hefur í tæp 20 ár búið í Færeyjum borgar 4% í vexti í Færeyjum og fær þar að auki 700 þúsund krónur á ári í ótekjutengdar vaxtabætur á meðan óverðtryggðir húsnæðisvextir eru komnir í 10,75% á Íslandi?

Þessi sami Íslendingur segir í viðtali við Heimildina undrast hversu lítið mið umræðan á Íslandi taki af reynslu Færeyja. Hann segir einnig í þessu viðtali að að hans mati myndi fólk bregðast harkalega við ef húsnæðislánavextir yrðu hækkaðir upp í 10 prósent eins og á Íslandi. „Það yrði uppreisn í landinu. Það er alveg pottþétt.“ segir hann.

Er ekki löngu tímabært að stjórnvöld og Alþingi standi með neytendum og heimilum þessa lands og komi í veg fyrir það skefjalausa vaxtaofbeldi sem hér fær að þrífast ár eftir ár, áratug eftir áratug.

Það er með svo ofboðslegum ólíkindum það langlundargeð sem er í Íslendingum en ég trúi ekki öðru en að nóg sé að verða nóg hvað þetta ofbeldi varðar sem heimilin þurfa að þola enn og aftur.

Því ítreka ég það að við verðum að fá óháða erlenda aðila til að taka út hvað veldur t.d. því að örþjóð sem er í 400 kílómetra fjarlægð frá okkur sé að bjóða húsnæðisvexti sem eru 120% hagstæðari en hér á landi.

Ég trúi ekki öðru að almenningur allur sé sammála því að leitað verði skýringa frá virtum óháðum aðilum hvað það varðar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: