- Advertisement -

Íslendingar aldrei óhamingjusamari

„Þegar ég fór fyrst að skoða þetta voru 85% full­orðinna 18 ára og eldri sem svöruðu á skal­an­um 8-10 og töldu sig mjög ham­ingju­söm.“

Grafið er fengið úr Mogganum.

„Það þarf ansi mikið til að sjá breyt­ingu í ham­ingju­mæl­ingu þjóða,“ seg­ir Dóra Guðrún Guðmunds­dótt­ir, sviðsstjóri lýðheilsu­sviðs hjá embætti land­lækn­is, en hún var ein þeirra sem héldu er­indi um nýju lýðheilsu­vís­ana sem kynnt­ir voru í gær í Ráðhús­inu í Reykja­vík. „Þegar ég fór fyrst að skoða þetta voru 85% full­orðinna 18 ára og eldri sem svöruðu á skal­an­um 8-10 og töldu sig mjög ham­ingju­söm.“ Þetta er úr frétt í Mogganum. „Þegar fólki líður verr hef­ur það slæm áhrif á þjóðfé­lagið og ekki ein­göngu vegna þyngri brún­ar. Dóra seg­ir bresk yf­ir­völd hafa reiknað það út að eitt stig í ham­ingju jafn­gildi þrett­án þúsund pund­um á mann, eða rúm­lega tveim­ur millj­ón­um ís­lenskra króna, „sem eru háar töl­ur og sýna að við verðum að skoða þetta bet­ur“.“

Hún seg­ir að sem dæmi hafi ham­ingj­ustuðull­inn ekki farið mikið niður í efna­hags­hrun­inu, en þá hafi til dæm­is ung­menni komið bet­ur út sem talið var tengj­ast betra sam­bandi við for­eldr­ana. „Það gerðist hins veg­ar ekki í covid-far­aldr­in­um, og það má segja að und­an­far­in ár hafi þess­ar töl­ur verið að lækka og í fyrra fór tal­an niður í 60% í fyrsta skipti og núna sjá­um við að aðeins 55% full­orðinna telja sig mjög ham­ingju­söm.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: