Það er langur vegur á milli þess hve algengt það er að farþegar easyJet en WOW air panta sér sérstakt sæti í flugi, samkvæmt athugun Túrista í júní. Hjá easyJet voru um 85 prósent sætanna frátekin daginn fyrir brottför frá Keflavík en hjá WOW var hlutfallið um 13 prósent. Munurinn er því mikill og aðspurð um hvort Íslendingar taki síður frá sæti en aðrir farþegar segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, að um 15 til 20 prósent sæta séu almennt bókuð og hlutfallið fari vaxandi. „Íslendingar eru hægt og rólega að læra að ferðast með lággjaldaflugfélögum“, bætir hún við.
Sjá nánar hér, á turisti.is