- Advertisement -

Íslendingar áberandi

Stærsta tónlistarhátíð Evrópu, Eurosonic Noorderslag, sem einnig er tónlistarráðstefna, hófst í Groningen í Hollandi í gær. Íslensk tónlist verður í brennipunkti á hátíðinni, sem haldin er í 29. skipti. Nítján íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn koma fram á hátíðinni, sem er vettvangur tónlistarfólks í Evrópu til þess að kynna tónlist sína og er heildarfjöldi flytjenda um 350. Fjöldinn allur af umboðsmönnum og fulltrúum stærstu tónlistahátíða heims sækja hátíðina.

Mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði gesti í sérstakri móttöku fyrir velunnara íslenskrar tónlistar og forsvarsmenn evrópskra og bandarískra tónlistarhátíða.

Samhliða hátíðinni er haldin tónlistarráðstefna og EBBA-verðlaunin veitt. Það eru veitt tíu flytjendum sem hafa átt velgengi að fagna með fyrstu plötur sínar erlendis. Of Monsters and Men hlutu EBBA-verðlaun 2013 og Ásgeir Trausti í fyrra.

Ríkisstjórnin veitti styrk að fjárhæð 12 millj. kr. til ÚTÓN vegna þátttöku í Eurosonic Noorderslag. Framlaginu verður að hluta varið til víðtækrar kynningar á íslenskri tónlist sem kemur til með að nýtast á mjög breiðum grundvelli og ná til fleiri íslenskra listamanna en þeirra sem koma munu fram á hátíðinni að sögn forsvarsmanna ÚTÓN.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á ráðstefnunni verður umfjöllun um íslenska tónlist með tveimur pallborðum, annað um tónlistartengda ferðamennsku og þróun Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar, sem þykir orðið ein af eftirtektarverðari hátíðum í Evrópu, og hitt um sögu íslenskrar tónlistar frá „Rokk í Reykjavík“ eða upphafi níunda áratugarins. Einnig var móttaka í Statschouwburg tónleikasalnum í dag fyrir velunnara íslenskrar tónlistar og forsvarsmenn evrópskra og bandarískra tónlistarhátíða, þar sem Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði gesti. Einnig var m.a. frumflutt myndband um þann fjársjóð íslenskra sönglaga sem leynist í kistum íslenskra höfunda hjá STEF.

 Sjá frétt á vef menntamálaráðuneytis.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: