Fréttir

Íslandsstofa og kokkalandsliðið semja

By Miðjan

August 11, 2014

Samfélag Íslandsstofa og kokkalandsliðið hafa gert með sér samstarfsamning um að efla kynningu á Íslandi sem áfangastað og íslenskum matvælum á erlendum mörkuðum. Samstarfið hefur samlegð með markaðsverkefninu Ísland – allt árið og almennri markaðsvinnu fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Samkvæmt samningnum mun kokklandsliðið taka þátt í verkefnum tengdum komu erlendra blaðamanna til Íslands sem og einstökum verkefnum Íslandsstofu á erlendum mörkuðum, líkt og vöru- og sölusýningum. Þá munu matreiðslumeistarar kokkalandsliðsins veita aðgang að uppskriftum til notkunnar í þematengdum verkefnum tengdum Íslandi, til dæmis á samfélagsmiðlum. Samkvæmt samningi verður merki Inspired by Iceland á öllu kynningarefni  frá Kokkalandsliðinu og á fatnaði kokkalandsliðsins.

Þetta kemur fram á vef Íslandsstofu.