- Advertisement -

Íslandsmet: Aldrei færri kosið

Mannlíf Aldrei hafa færri kjósendur greitt atkvæði í sveitastjórnarkosningum og í kosningum vorið 2014. Aðeins 66,5 prósent kjósenda kusu.

Kosninga­þátttaka kvenna var meiri en karla og var breytileg eftir aldri, meiri meðal eldri en yngri kjósenda. Þátttaka kjósenda með erlent ríkisfang var 21 prósent, tæp 57 prósent meðal norrænna kjósenda en 17 prósent meðal annarra erlendra ríkisborgara en alls höfðu 10.183 kjósendur með erlent ríkisfang og búsettir hér á landi kosningarrétt við sveitarstjórnarkosningarnar.

Í 56 sveitarfélögum með 99% kjósenda og 184 framboðslistum var bundin hlutfallskosning, þar af var sjálfkjörið í þremur sveitarfélögum þar sem aðeins einn listi var borinn fram. Kosning var óbundin í 18 sveitarfélögum þar sem rúmt 1% kjósenda var á kjörskrá.

Gild atkvæði voru alls 152.234. Auðir seðlar voru 5.594 og aðrir ógildir 788 eða samanlagt 4,0 prósent greiddra atkvæða.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Alls voru frambjóndurnir 2.916, þar af 1.532 karlar, epða 52,5 prósent og 1.384 konur, eða 47,5 prósent.  Voru kjörnir 410 fulltrúar í þessum sveitarfélögum en 94 Í sveitarfélögum þar sem kosning var óbundin. Alls voru því kjörnir 504 sveitar­stjórnar­menn á landinu öllu, 282 karlar eða 56,0 prósent og 222 konur eða 44,0 prósent. Hlutfall kvenna af kjörnum fulltrúum hefur aldrei verið hærra.  Í kosningunum var 58 prósent kjörinna fulltrúa nýkjörnir en 42 prósent fulltrúa höfðu einnig verið kjörnir í kosningunum 2010.

Þetta kemur fram á hagstofa.is.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: