Á vef Borgarbókasafnsins er að finna áhugavert kort af Íslandi þar sem búið er að merkja inn sögusvið og áhrifastaði ýmissa skáldsagna, hvort sem það eru hefðbundnar skáldsögur, barnabækur eða sögulegar skáldsögur. Stærsti hluti sagnanna er íslenskur en þó er þarna að finna nokkrar erlendar sögur líka.
Þegar horft er á kortið má sjá prjóna og merkir hver og einn eina bók. Með því að smella á prjóninn færðu upp kápumynd bókarinnar og stutta lýsingu. Í sumum tilvikum er einnig textabrot eða tengill á ritdóma.
Segir á vefnum að Íslandskortið sé vitaskuld ekki tæmandi og verði án efa í vinnslu lengi enn. Fólk sem viti um bók sem eigi heima á kortinu en sé þar ekki að finna er jafnframt beðið um að koma ábendingu áleiðis með því að senda póst á: ragna.solveig.gudmundsdottir@reykjavik.is.
Sjá Íslandskortið á vef Borgarbókasafnsins.