- Advertisement -

Íslandi styðji Úkraínu með ráðum og dáð

Jóhann Páll Jóhannsson skrifaði:

„Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata harma að meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hafi ekki verið tilbúinn að leggja fram frumvarp um framlengingu tollfrelsis af vörum frá Úkraínu. Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa lýst stuðningi við framlengingu úrræðisins og utanríkisráðherra hefur sagt það vonbrigði að efnahags- og viðskiptanefnd ætli ekki að afgreiða málið fyrir þinglok. Undirrituð taka undir þessa yfirlýsingu ráðherrans. Úkraínumenn berjast um þessar mundir fyrir tilverurétti sínum og um leið fyrir frelsi, lýðræði og mannréttindum í Evrópu. Miklu skiptir að áfram verði samstaða um það á Íslandi að styðja Úkraínu með ráðum og dáð.“

Bókað á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í gærkvöld.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: