- Advertisement -

Íslanda – Namibía – spilling

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Transparency International metur það svo að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur þurfi erlenda aðstoð til að ráða við spillinguna á Íslandi.

Það er augljóslega eitthvað meira en lítið bogið við stjórnkerfi sem tekur þátt í tvöfaldri verðlagningu á helstu útflutningsgrein þjóðarinnar og gerir engar athugasemdir við að drjúgur hluti arðsins verði eftir í „sölufélögum“ í skattaskjólum eða selur banka að nóttu til, til sérvaldra vina!

Íslensku fjölmiðlarnir að undanskildum Stundinni og Kjarnanum, taka þátt í að normalísera spillinguna, sama má segja um sumar stofnanir á vegum hins opinbera. Blindur maður hlýtur að sjá hvað er í gangi í Bankasýslunni og hvað er í gangi í Byggðastofnun og Fiskistofu sem koma að því úthluta viðbótarkvóta í nafni byggðanna, til fyrirtækjablokka sem þegar eru komnar langt yfir lögbundið kvótaþak. Það segir ekki góða sögu um stjórnkerfið þegar stofnanir ríkisins leggja til hliðar landslög þegar auðmenn banka á fyrirgreiðslu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá meira hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: