ÓLafur Ragnar Grímsson fyrrum forseti Íslands.

Greinar

Ísland var aldrei best í heimi

By Miðjan

November 10, 2018

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, rifjar upp í Moggagrein óbreytt orð Ólafs Ragnar Grímssonar, þáverandi forseta Íslands, sem hann viðhafði nokkru fyrir hrun.

Benedikt skrifar: For­seti Íslands taldi út­rás­ina rök­rétta niður­stöðu af Íslands­sög­unni og skýrði vel­gengni henn­ar í löngu máli hjá Sagn­fræðinga­fé­lag­inu í upp­hafi árs 2006. Hann hafnaði því að hún væri byggð á sandi: „Útrás­in er þó staðfest­ing á ein­stæðum ár­angri Íslend­inga, fyr­ir­heit um kröft­ugra sókn­ar­skeið en þjóðin hef­ur áður kynnst, ekki aðeins í viðskipt­um og fjár­mála­lífi held­ur einnig í vís­ind­um, list­um, grein­um þar sem hugs­un og menn­ing, arf­leifð og ný­sköp­un eru for­send­ur fram­fara.“

Upprifjunin er skondin og lýsir vel hvernig blekkingum, viljandi eða óviljandi, var haldið að fólkinu í landinu.